Áætlaður fjöldi gesta eru 50 manns. Brúðurin er grænmetisæta. Hún borðar egg og mjólkurvörur, en ekki osta með hleypum gerða úr dýraafurðum. Uppáhaldsmatur brúðgumans er pizza og því verður aðalrétturinn í brúðkaupinu pizza og annar matur með ítölsku ívafi. Reynt verður að nýta íslenskt grænmeti og ávexti eins og hægt er.
Lögð verður áhersla á að hafa brúðkaupið afslappað.
Sett verður upp U-laga borð í stofu. Áætlað er að við borðið geti 40 manns setið. Í sjónvarpsherbergi verður sett upp barnaborð fyrir 10.
Einnig verður tjaldað yfir pallinn, til að hægt sé að sitja þar úti, hlusta á tónlist og dansa þegar líður á kvöldið.



Í upphafi verða fordrykkir settir á borðin ásamt forrétti. Borðin verða dúkuð fyrir bæði forrétt og aðalrétt í upphafi. Aðalréttir verða settir á borðin á fötum/skálum á borðin og fólk fær sér sjálft, ‘family-style’. Drykkir verða einnig settir fram á borð.
Eftir aðalréttina yrðu borðin hreinsuð af diskum og fötum/skálum, og kaffi og eftirréttadiskar settir fram á borðinu. Vatnsdeigsbollurnar verða borðnar fram sem litlir turnar á fati/skálum og dreift á borðin.
Heimildir
Kalina&Yanni (e.d.). Elevated simplicity wedding in Puglia at Masseria Morosota. Lifestories. Sótt af https://lifestorieswedding.com/masseria-moroseta-wedding/
Leva Kungslador (2015, 17. maí). Igår hade vi bröllop i vårt växthus med grillat lamm och färsk sparris från grillen. Vi tar 30 sittande i vårt där inne. Välkommen hit om du vill ha konferens, ost & vinprovning, bröllop, dop eller kompismiddag. Är ni fler har vi andra lokaler. (Facebook uppfærsla). Sótt af https://www.facebook.com/leva.kungslador/posts/1079796122050470/
Stelor köket (e.d.) Gotlandstips. Sótt af http://gotlandstips.se/stelor-koket/