Um síðuna

Velkomin á Eygló eldar.

Ég heiti Eygló Harðar og elska að elda og borða góðan mat.  Fyrir nokkru tók ég létta U-beygju í lífinu og ákvað að gera þessa ástríðu mína að starfi.  Fyrsta skrefið í þá átt var að fara í matreiðslunám þar sem ég fæ að elda allan liðlangan daginn fyrir fullt af fólki. 

Samhliða því fæ ég að aðstoða Samtök um Kvennaathvarf við byggingu lítils fjölbýlishúss auk þess að vera sjálf að byggja nútímalegan torfbæ ásamt eiginmanni mínum. 

Markmiðin þessa dagana eru því að byggja blokk, eitt stykki hús og verða kokkur. 

Það er fátt sem gleður mig meira en þegar fólki finnst maturinn minn góður.  Þannig endilega deila uppskriftum og myndum af vefnum.  Það eina sem ég bið um er að fram komi að þær séu frá mér og slóðin er eygloeldar.is.

Smellið einnig like á Fésbókarsíðu Eygló eldar og Instagram síðuna mína.Nánar um lífið eftir pólitíkina

Öll störf eru mikilvæg, Fréttablaðið

Fyrrum ráðherra færir fórnir fyrir drauminn, RUV.is

Fyrrverandi ráðherra tekur u-beygju, MBL.is