Ekkert sumar má líða án þess að grilla svínarif. Þessi lífsregla hlýtur að vera skrifuð í stein einhver staðar. Ég hef prófað ýmsar uppskriftir en þessi var mjög góð. Ef þið eigið ekki möndlusmjör þá er hægt að skipta því út fyrir hnetusmjör.
Svínarif
(4)
4 babyback rif, fæst t.d. í Costco
Dry rub (marinera í 6-8 klst)
1 msk cumin
1 msk kóriander
1 msk heitt pizzakrydd
1 msk paprika
1-2 msk salt
1 msk pipar
Bbq sósa
3 msk möndlusmjör
2 msk dijon sinnep
½ bolli hvítvínsedik
1 dós tómatpuré
1 dós niðursoðnir tómatar
½ bolli púðursykur
3 msk hunang
½ laukur, saxaður fínt
2 hvítlauksrif, pressuð
1 tsk allrahandakrydd
Salt og pipar, eftir smekk
Öllum kryddunum er blandað saman í skál. Himnan aftan á rifunum er fjarlægð og kryddblandan borin vel á rifin. Rifin eru vafin í álpappír og sett í kæli í 6-8 klst til að marinerast.
Ofninn stilltur á 160°C og rifin settt í ofninn í álpappírnum á ofnskúffu og bökuð í 2 klst. (Einnig er hægt að grilla rifin, þau þá látin vera á óbeinum hita, ekki beint yfir þar sem mesti hiti er á grillinu.)
Á meðan er bbq sósan gerð. Öllum hráefnunum er blandað saman í pott og látin malla á hægum hita þar til allt hefur blandast vel, í um 1 klst.
Grillið hitað. Rifin tekin úr álpappírnum, sett á grillið, bbq sósan er borin ítrekað á í um 10-15 mín eða þar til góður litur er kominn á rifin.
Njótið!
Uppskriftir að meðlæti:
Hunangsmelónusalat með pikkluðum shallotlauk, gúrku og geitaosti.
Grillaður maís með mexíkóskri salatsósu.