Hunangsmelónusalat með pikkluðum shallotlauk, gúrku, myntu og geitarosti er einkar ferskt og létt með grilluðu kjöti, – og var einstaklega gott með svínarifjunum.
Pikklaður shallotlaukur
1 bolli hvítvínsedik
1 msk salt
1 msk sykur
4 stórir shallotlaukar, skornir fínt í sneiðar
Setjið edikina, saltið og sykurinn í pott og sjóðið á meðalhita þar til sykurinn hefur leysts upp í edikinni. Skerið laukinn fínt og setjið í hreina skál/sultukrukku. Hellið vökvanum yfir. Látið laukinn standa í vökvanum allavega 4 klst áður en hann er notaður. Hægt að geyma í ísskáp allavega 1-2 vikur.
Salatið
¼ bolli ólífuolía
2 msk sítrónusafi
1 tsk hunang
½ tsk salt
2-3 handfylli af blönduðu salatblöðum eins og t.d. lambhagasalat eða klettasalat
1/2 hunangsmelóna, skorin í teninga
1 stk gúrka, skorin í teninga
1 stór pikklaður shallotlaukur (sbr. sjá að ofan)
3-4 stilkar mynta, laufin tekin af og rifin gróft
4-5 msk geitarostur (má skipta út fyrir fetaost)
2-3 msk graslaukur, gróft saxaður eða klipptur yfir
Blandið saman ólífuolíunni, sítrónusafanum, hunanginu og saltinu saman í skál í salatdressingu. Finnið til skálina sem ætlunin er að bera salatið fram í, setjið 2/3 af dressingunni í botninn, salatinu dreift yfir, svo melónan og gúrkan, laukurinn, dreifið myntunni yfir ásamt geitarostinum. Dreifið afganginum af dressingunni yfir ásamt graslauknum.