Grillaðar risarækjur með hvítlauk, sriracha og túrmerik

Grillaðar risarækjur með hvítlauk, sriracha og túrmerik

Þegar spáð er fullkomnum sumardegi kemur ekkert annað til greina en að grilla. Helst eitthvað einfalt.

Hvernig hljóma risarækjur með hvítlauk, sriracha og túrmerik?

Passið bara að vera með nóg því þessar hverfa fljótt ofan í mannskapinn.

Risarækjur með hvítlauk, sriracha og túrmerik
(3-4)
6 hvítlauksrif, pressuð
1 msk Sriracha sósa, má skipta út fyrir aðra chilisósu
5 cm engifer, skrælt, rifið fínt
80 ml limesafi
80 ml appelsínusafi
1 msk sykur
2 msk hvítvínsedik
½ tsk túrmerik
80 ml olía
salt
700 g risarækjur, hægt að fá frystar í flestum stórmörkuðum
1 lime skorið í báta

Hitið grillið.

Hvítlaukur, chilisósan, engifer, limesafi, appelsínusafi, sykur, edik og túrmerik maukað í matvinnsluvél, þar til allt er vel blandað saman. Bætið við olíunni á meðan vélin er látin ganga.

Setjið í skál, saltið eftir smekk. Marinerið rækjurnar rétt áður en þið grillið. Ekki hafa rækjurnar of lengi í marineringunni. Raðið rækjunum á grillpinna sem hafa legið í vatni.

Grillið 1-2 mín á hvorri hlið, eða þar til þær eru orðnar fallega bleikar. Hafið marineringuna til hliðar á grillinu þannig að hún hitni, verði aðeins volg og hellið yfir rækjurnar þegar búið er að grilla þær.

Létt og ferskt sumarsalat er fullkomið með. Kreistið lime-ið yfir rétt áður en þið borðið rækjurnar. Helst með puttunum.

Njótið