Innkaupalisti vika (2) 28. jan-3.feb

GRÆNMETI/ÁVEXTIR

 • 1 box kokteiltómatar
 • 6 meðalstórir tómatar
 • 1 rauðlaukur
 • 4 venjulegir laukar
 • 2 hvítlauka
 • 2 250. gr. box af sveppum.
 • 5 rauð chili
 • 8 skarlottslauka
 • 8 – 10 gulrætur
 • 1 gúrka
 • 1 kínakálshaus
 • 1 poki radísur (5-6 stk)
 • 1 pk fersk basilika (eða 1 bolli)
 • 1 poki klettasalat
 • 2 rauðar paprikur
 • 2 sellerístönglar
 • 1 kg. kartöflur (kaupi yfirleitt gullauga)

ÞURRVÖRUR/NIÐURSUÐURVÖRUR

 • 2 pokar af Basmati hrísgrjónum í suðupoka
 • 200 gr. breiðar, hvítar hrísgrjónanúðlur (6 ounces)
 • 100 gr. ósaltaðar steiktar jarðhnetur
 • Hunt‘s pizzasósa
 • 2 dósir af niðursoðnum tómötum
 • 1 millistór dós af tómatpaste

KÆLIVÖRUR

 • 12 egg
 • 250 gr. Gouda
 • 2 poka af pizzaosti
 • 2 poka af gratínosti
 • 1 L nýmjólk
 • 0,5 L rjómi
 •  Tilbúið smjördeig

KJÖT/FISKUR

 • 400 gr. beikon
 • 500 gr. nautakjöt (sneiðar eða snitsel)
 • 600 gr. þorskflak
 • Skinkupakki (er til) (kaupi yfirleitt 250 gr. skinkubréf frá Ali)
 • Heill kjúklingur

Ætti að vera til í búrinu: Ólífuolía (búin), venjulega olíu, púðursykur, sojasósa, chili sósa, fisksósa (ekki til), hrísgrjónavínedik – (má nota hvítvínsedik í staðinn), hveiti, ger, teninga fyrir kjúklingasoð, þurrkuð steinselja, rauðvín, venjuleg paprika, cumin, salt, pipar, lárviðarlauf, oregano, basilika, timian, rósmarín, parmesan.

Nóg brauð og salat með réttunum.

——————

Innkaupalistinn til útprentunar sem word-skjal: Innkaupalisti_vika_3_Word

 

 

 

 

22 comments

  • Innkaupalistinn er bara fyrir kvöldmáltíðirnar og ég miða við að hann sé undir 20.000 á viku. Afgangurinn, 10.000 krónur, er fyrir annað, s.s. hreinlætisvörur, drykkjarföng (mjólk og fleira), nesti og þess háttar.

  • Á innkaupalistanum er bara það sem þarf fyrir kvöldmáltíðirnar. Hver og einn setur síðan sitt magn af drykkjarvörum, áleggi, morgunmat, hádegismat, þvottaefnum og tannburstum o.s.frv.

 • janúar 28, 2013 at 10:48 e.h. // Svara

  Sæl Eygló

  Líst afbragðsvel á þessa síðu þína:-)
  Ekki bara að þetta er augljóslega hagsýnn kostur í matarinnkaupum, heldur er ég laus við höfuðverkinn sem fylgir því að ákveða hvað er í matinn.

  Áfram þú!

 • Flott hjá þér lýst vel á þetta. Eitt sem mig langar að bæta i Hvernig er að nota Euro Shoper vörur sem eru miklu ódýrari en aðrar vörur hefuru prófað það ?? Með Nautakjöt og þorskinn td er þetta fiskflök bollur?? Nautakjötið er þetta sniddsel eða hvað… Rosalega flott hjá þér!!! báðir þumlar upp . Væri samt ógisslega gaman að fá eina og eina uppskrift eða matseðilinn hvern dag 😉 svona i hugmyndir út frá innkaupalistanum.

  Gangi þér súper vel.

  • Sæl Helga, – þegar ég hef notað Euro shopper vörurnar þá hafa þær verið ágætar. Þorskurinn er flak með eða án roðs. Ég keypti snitsel. Tenglarnir í matseðlinum vísa á sumar uppskriftir og ég mun sjálf birta líka okkar uppskriftir.

 • janúar 29, 2013 at 10:33 f.h. // Svara

  Sæl
  Á mínu heimili höfum við haft það þannig í 2. ár að fara bara 1. sinni í viku í búðina.
  Ég geri matseðil og ákveð hvað er í matinn hvern dag, það hefur gengið mjög vel ef maður skipuleggur hvað á að taka úr frystinum á moranna þá gengur þetta mjög vel.
  Við höfum sparð mjög mikið í mat á þessu og engin hefur líði skort allir hjálpast að.
  við erum fjögur í heimili allir fullornir, lengi vel vorum við með 20 þúsund á viku en það hefur verið að hækka núna og er stundum alveg 25,þúsund.
  Kveðja Guðrún

 • Flott síða hjá þér. en langaði kannski að bæta við hjá þér að pizzaostur og gratin ostur er óþarfi í raun og veru ef maður á afganga af osti og rífur það reglulega niður og frystir, Eins tek ég undir að basmati hrísgrjón frá euroshopper eru mikið ódýrari en þau í suðupokunum

  En alveg frábært hjá þér, ég einmitt held minni fjölskyldu í um 8-9 þúsund á viku. Er með 2 börn

  • Góð ábending. Er kílóverðið svipað? Við höfum keypt ost í sneiðum (stórpakkning) á brauð og erum alveg hætt að kaupa stór stykki. Finnst pokarnir ofsalega handhægir og 2 passa nákvæmlega á 3-4 pizzur sem við bökum alltaf á föstudögum.

   • Það er yfirleitt alltaf einn ostur í Bónus á tilboði, oftast stór skólaostur eða annar 26% ostur. Þá kostar hann 1095kr kílóið á meðan minni stykki, sneyddir ostar og rifnir ostar eru nær 1500kr kílóið. Þetta er fljótt að telja. Ég versla allan mat og hreinlætisvörur fyrir 3ja manna fjölskyldu fyrir 60-70 þúsund á mánuði og held utan um þetta í meniga.

 • Áhugavert verkefni hjá þér. Ég er með 5 manns í heimili og á síðasta ári samkv. Meniga þá eyddi ég 1.800.000 í mat eða 150þ pr. mán. sem skiptist 50/50 á milli Bónus og Krónunnar þó svo að Krónuferðirnar voru 2x fleiri. Viðmið 5 manna fjölskyldu er 132.377 pr. mán svo ég er nokkuð yfir því.

  Gangi þér vel!

 • Þú segir í frétt að þú farir eftir „Viðmiðið er komið frá neysluviðmiði velferðarráðherra en þar er áætlað að fjögurra manna fjölskylda eyði um 117.400 kr. í mat og hreinlætisvörur á mánuði.“.

  Er þá ekki 30þ á viku soldið hátt? Fyrst þá er það 117, en ekki 120. Svo þú ert komin í um 29 þúsund á viku fyrir utan allar hreinlætisvörur. Væri þetta ekki nær 20 til 25 þús á viku til að hafa allt rétt?

  • Á innkaupalistanum er bara hráefni í sjö kvöldmáltíðir. Eflaust er mismunandi hvað við drekkum af mjólk eða hvaða ávextir þykja góðir á heimilunum eða hvaða sjampó við notum sem dæmi.

 • Jamie, Julía og Gordon eru flínkir kokkar en kannski ekki beint upplögð sem fyrirmynd fyrir íslensk heimili sem þurfa að telja hverja krónu!

  Ágætis blogghugmynd og ég bíð spennt eftir áframhaldinu.

  Kannski gætirðu haft samvinnu við Velferðarráðuneytið. Þeir gætu áreiðanlega komið þér í samband við einhvern af okkar frábæru kokkum og hámenntuðu matarfræðingum sem gætu gefið blogginu meiri dýpt en því virðist ætlað.

  Eiginlega furðulegt að Velferðarráðuneytið skuli ekki hafa (mér vitanlega) sett á laggirnar nefnd sem kannaði hvernig hægt væri að kenna okkur hvernig hægt væri að elda hollan mat þó tekjurnar væru í lágmarki eða þar fyrir neðan.
  Breska stjórnin gerði átak í þessum málum á stríðsárunum, vegna fæðuskorts, og það skilaði sér m.a. í bættu heilsufari bresku þjóðarinnar.

  Kannski gætir þú notað stöðu þína sem þingmaður til að hvetja ráðherrann til að gefa þeim tekjuminnstu meðal okkar góð ráð um matarinnkaup og matseld?

  • Ég veit nú ekki með velferðarráðherra 🙂 en kannski gætum við sammælst um að fá Jamie til landsins með Ministry of Food, http://www.thegoodfoundation.com.au/ministry-of-food/

   „A Jamie’s Ministry of Food Mobile Kitchen is a purpose built kitchen classroom on wheels, that can travel around to metropolitan and regional communities bringing practical cooking skills to the community.

   The Mobile Kitchen program is a condensed program and offers a five-week basic cooking course comprising one 90-minute class a week. Participants can learn Jamie’s hints and shortcuts to cooking simple, nutritious and tasty meals using fresh ingredients.“

 • Mér fannst Jamie uppástungan þín svolítið ódýr ef tilgangurinn með eygloeldar.is blogginu þínu er meira en persónuleg auglýsing eða dagbók.

  Þú fitjaðir með eygloeldar.is upp á umræðuefni sem skiptir mörg okkar miklu máli og svörin við því er trúlega ekki að finna á Google search Jamie Oliver.

 • Sæl,
  Gott hjá þér að reyna þetta, samt finnst mér að þú veist ekkert í hvað þú ert að fara í. Ég er með 5 manna fjölskyldu og það eru 130.000 ISK eftir að laununum okkar þegar við erum búnir að borga alla reikninga. Ég er lengi búin að vera MJÖG skippulögð í þessu og mér svolítið sárnar að þú ert að leika með þetta. Fyrst og fremst þessi 10.000 sem þú ætlar að nota í allt hitt fyrir utan kvöldmatinn dugar ekki fyrir allt hitt (mjólkurvörur, brauð, ávextir, morgunmatur). Vertu nú raunhæf, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt neysluviðmiðinn þetta er ekki hugsað bara fyrir mat heldur allar rekstrarvörur eins og hreinsiefni, klósetpappír, sjámpó o.s.frv.!
  Ég vona líka að þú skilur að venjulegt fólk eins og við erum ALDREI að fara út að borða og erum ekki að halda matarboð og erum ekki með neina 4 vikur á ári til að fara í sukkerí eins og þú skrifar. Það eru bara þessi 130.000 á mánuði fyrir okkar 5 manna fjölskyldu og það á að duga!

  • Sæl Ylfa, þetta er enginn leikur heldur mun vonandi leiða til þess að við munum halda þessu áfram um ókomna tíð. Endilega láta mig vita hvernig þú ferð að. bkv. Eygló

 • janúar 30, 2013 at 9:57 f.h. // Svara

  Sæl Eygló. Það er ágætir regla sem ég fer eftir þegar ég versla en hún er sú að skoða alltaf KG verðið. Var næstum búinn að kaupa rifinn ost sem stóð á hagkvæm kaup en svo þegar ég kíkti á kg verðið munaði um 200 kr pr kg hvað hann var dýrari en annar rifinn ostur frá virtum framleiðanda.
  Hakk er td oft á tíðum mis dýrt, ef þú skoðar td folalda hakk get ég lofað þér að það er oft á góðum kjörum og ekki verra en annað hakk.
  Frosin fiskur er oft með glasseringu uppað 20% skoðaðu vel pakkninguna áður en þú kaupir.
  Get skroppið með þér einhvern daginn og sýnt þér ýmislegt sem maður á að varast.
  Beint frá býli er góður kostur ef fólk hefur tök á því að kaupa mikið magn. Ég keypti um daginn 1/8 úr nauti og get ég sagt þér að ég mun aldrei aftur kaupa hakk úr búð þvílíkur var munurinn á gæðum og tala nú ekki um verðið, en það kom á um 1600kr pr kg og fullt af steikum með.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *